Ljósboginn
Ljósboginn var stofnaður árið 1957 af Sveini B Ólafsyni rafvélameistara og er Ljósboginn því 60 ára í ár.
Fyrsta starfstöð fyrirtækisins var að Hverfisgötu 50. Þar var aðalega unnið við að vinda rafmótora og viðgerðir á dínamóum og startörum einnig var unnið við húsaraflagnir og rafvélaviðgerðir ásamt fleiri tilfallandi verkefnum svo sem viðgerðir á jólaseríum og einnig öðrum heimilisrafmagnsáhöldum. Þess ber að minnast að á þessum tíma var nánast engu hent, reynt var að lagfæra alla hluti. Þegar mest var um að vera hjá fyrirtækinu störfuðu þar 4 starfsmenn, þar á meðal var Sveinn með lærling í rafvélavirkjun.
Árið 1980 festi Ljósbogin kaup á húsnæði að Mjölnisholti 14. Þar breyttist aðstaðan mjög til hins betra og var mun rýmra um reksturinn þar. Innflutningur á efni til endurnýjunar á rafmótorum, dínamóum og startörum var þá orðinn mun umsvifameiri hjá Sveini.
Árið 1986 flutti svo Ljósboginn í Rauðagerði 64, en þá hætti Sveinn viðgerðum á rafmótorum, alternatorum og störturum. Hann sneri sér þá aðallega að innflutningi á alternatorum og störturum og tengdum varahlutum. Næstu árin þjónaði Sveinn aðallega rafvélaverkstæðum og einstaklingum.
Ljósboginn starfaði í Rauðagerði til ársins 2006, en þá seldi Sveinn Ljósbogann til OK varahluta ehf og Þórarins Ásgeirssonar.
Fljótlega eftir söluna flutti Ljósboginn að Bíldshöfða 14 í glæsilegt og stærra húsnæði.
Nýju eigendurnir hafa unnið í þvi að fjölga vöruflokkum til að geta þjónað þörfum viðskiptavinanna sem allra best.
Þær vörur sem bæst hafa við eru m.a hjólkoppar fyrir rútur, vörubíla og sendiferðabíla, vinnuljós, kerruljós og ljós fyrir vörubíla.
Einnig er úrval alternatora og startara alltaf að aukast og bjóðum við upp á sérpantanir.
Unnið er að því að fjölga enn frekar vöruflokkum hjá fyrirtækinu. Ljósboginn mun kappkosta að bjóða góðar vörur á hagkvæmu verði og veita viðskiptamönnum sínum faglega og góða þjónustu.